mánudagur, október 30, 2006

Skólamál

Jáh, það er sko ekkert verið að hvetja mann í Kennó til að fara út í kennslu, ónei ónei! Núna hef ég verið að vinna verkefni um framtíðarskóla, skóla án aðgreiningar og fjölmenningarskóla. Fyrir þá sem vita ekki um hvað framtíðarskólinn snýst er grein um hann hér. Skóli án aðgreiningar snýst um að setja inn fatlaða og þroskahefta inn í hið hefðbundna skólakerfi. Ég geri nú fastlega ráð fyrir því að fólk viti um hvað fjölmenningarskóli snýst.

En í framtíðarskólanum kemur fram að fjölga eigi í bekk. Kenna öllum bekkjunum saman (70 til 80 nem) með 4 kennurum og einnig að kenna 1 - 4 bekk í sama rýminu. Svo kemur þessi umræða um skóla án aðgreiningar. En hvernig er hægt að setja hann inn ef stækka á nemendaeiningarnar í skólastofunni. Ætti það ekki að vera þannig að fækka ætti nemendum í bekk til að hægt væri að sinna þessum nemendum. Einnig með fjölmenningarskóla. Til eru ákveðnar móttökudeildir fyrir nemendur sem koma inn í grunnskólanna en hafa litla sem enga íslenskukunnáttu og ekkert nema gott við það. En þegar hugsað er um heildarmyndina þá þarf túlka fyrir foreldra sem ekki kunna íslensku eða ensku ef því er að skipta. Hér á höfuðborgarsvæðinu er þá leitað til Alþjóðahússins því þeir skipa túlka og senda á staði. En núna er verið að skerða fjárveitingu til Alþjóðahússins sem þýðir færri túlkar sem þýðir minni þjónusta við erfiðleikasamskipti milli kennara og foreldra.

Jáh, ég get ekki sagt að ég hlakki til allra þessarra vandamála sem bíða kennarans. Það er nú bara þannig að kennarar hafa nóg að gera fyrir lítil laun og ég get s.s. sætt mig við það. En þegar það á að auka til muna álag á kennurum með þessi skítalaun þá segi ég stop!

Ég vona að ég hafi ekki móðgað neinn með þessari færslu en þetta eru jú bara skoðanir mínar, en ég hvet alla til að skoða þessar pælingar til skólastarfsins því það þurfa jú flestir að eiga einhver samskipti við skólann í framtíðinni hvort sem það verður sem starfsmaður eða foreldri

kv. Ásta Björg

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

eh... þú móðgaðir mig... djók... bara svona að 'ekki-leggja-mitt-til-málanna' EN love you girl!:)