

EEn þegar Argentína komst ekki áfram í gær, það var ótúlega sorglegt. Þeir voru búnir að spila mikið betur allan tímann og svo alveg ótúlega leiðinlega ömurleg vitaspyrnukeppni. Ég var aldeilis ekki sátt. Eeeen... Þjóðverjar eru búnir að spila mjög vel í keppninni heildina á litið svo að ég get ekki verið svo reið svona eftir að hafa hugsað um úrslitin aðeins.. Mér fannst þetta bara mjög sárt vegna þess að ég er alveg viss um að ef markmaður Argentinu hefði ekki meiðst hefði úrslitin farið öðruvísi..!
Hérna eru tvær myndir svona til að minnast Argentínu :D


Og svona í lokin! Hvað var í gangi í dag í leik Brasilíu og Frakklands! Átti Brasilía ekki að vinna þetta mót, Ég var búin að setja Argentínu og Brassa í úrslit og Portugala í þriðja sætið! Og Brassarnir unnu auðvitað úrslitaleikinn. En svo tapar Brasilía bara fyrir Frökkum!!! Má það!!! Ég var bara, Hvað er í gangi. Og svo nenntu Brassarnir ekki einu sinni að reyna að jafna svo að það komu bara billjón færi og allt opið fyrir Frakkana. Ég er alls ekki að segja að Frakkarnir hafi ekki átt þetta skilið ég er bara að segja að ég er hissa, þetta var ótrúlega óvænt.
En hér eru líka tvær myndir svona til að minnast Brassanna :D


Kær kveðja
Ásta Björg :D
Ps. já og meðan ég man nennekkað tala um frakka og úkraínu þar sem ekkert kom á óvart og ég ætla ekki að setja inn myndir til að minnast enska liðsins því að ég þoli þá ekki! :(
Engin ummæli:
Skrifa ummæli