mánudagur, júlí 03, 2006

gamalt og "gott"

HA HA HA.. sá þessa færslu í tölvunni minni þegar ég var að taka til. Ákvað að skella henni hingað inn þó að það sé langt síðan ég skrifaði hana svona af því að ég hef aldrei tíma til að skrifa.. Jæja, er að fara í bónus og svo í jóga.. njótið..:

Eftirfarandi færsla var skrifuð sunnudagskvöldið 23. apríl en vegna tæknilegra örðugleika var hún ekki birt fyrr en nú:

Gott kvöld kæru vinir..

Ég er núna búin að hafa alveg yndislegt núna um helgina. Fór í bíó í gærkvöldi á myndina Failiure to launce. Hún var bara alveg ágæt. Svona Týpisk. En það var notalegt að gera eitthvað svona til tilbreytingar. Í dag hefur verið svona afslöppunardagur. Tók aðeins til, skoðaði nokkrar matreiðlubækur, fór í búðir og eldaði. Og ég verð nú bara að segja að bókin Grænn kostur Haglaupa eftur Sollu í grænum kosti er algjör snilld. Gerði banana - kókósmjólkurhristing í dag fyrir okkur Arnar og hann var bara mjög góður. Svo setti ég afganginn í frystinn og gerði ís úr honum :D Algjört jammí.. Komst líka að því að ég eelska að elda. Mér finnst það æðislegt. Og ég get það, það er það besta! Ég hef alltaf staðið í þeirra trú að ég gæti bara ekki eldar.. Það væri bara ekki fyrir mig. En svo er ekki.. Jibbí..

Núna sit ég bara ein hérna heima hjá mér á eftirhæðinni að horfa á The Aviator.. Arnar er niðri í borðstofu að læra, ógeðslega duglegur btw..

Svo verður saumaklubbur hérna hjá mér á fimmtudaginn.. Og partí á föstudaginn (ekki opið partí, nei nei). Leikskólinn ætlar að hittast. (hvað er málið, alltaf þegar ég ætla að skrifa hittast þá skrifa ég hottast!! - ekki sniðugt)

Allavega.. Það var alveg yndislegt fyrir vestan. Byrjaði á því að versla með henni móður minni í Bónus og það var röð í gegnum alla verslunina, það var rooosalegt. En þar hitti ég líka hana Guðbjörgu Milf. Við gerðum plön fyrir kvöldið og hittumst heima hjá Guðbjörgu, Ég, Berta, Vera, Guðbjörg og auðvitað toppurinn á tilverunni Hún Margrét litla gyðja. Það var alveg yndislegt að hitta þær allar og takk kærlega fyrir mig stúlkur mínar. Svo á fimmtudeginum var afmælið hennar Magneu Gná haldið. Hún vakti okkur mömmu klukkan 8 um morguninn til að byrja að baka.. fjúff.. það var aaalt of snemma.. En yndislegt þrátt fyrir allt saman, Fékk bara að vera lengur með systrum mínum og mömmu. Svo bakaði ég líka tryllta lestar - skúffu köku :D (altso, mamma bakaði kökuna sjálfa en ég gerði og skreytti hana) Sýni myndir af henni einhverntíma með tímanum (listaverkinu mínu)

Föstudagurinn var mjög afslappaður.. Bara smá heimsókn og afslöppun á hæðsta stigi. Svo um kvöldið bauð pabbi jói í kjötsúpu (enda er það án efa beesta kjötsúpa í heeeiminum ;D) Svo var árganga partei hjá steina en þar hittist ´85 árgangurinn (nema ég fékk undanþágu því ég var nú í bekknum) Vá, það var frábærast. Svö fjölmenntum við á ball og ég var spurð um skilríki eins og alltaf.. Það var bara alveg ágætt á ballinu, hef farið á betri en þetta var bara ágætt. Svo var farið að sofa klukkan hálf sex og vaknað klukkan átta til að týna saman fötin og fara í flug klukkan 10. Svo beint í vinnuna í Rebba hérna fyrir sunnan frá 12 til 12 (og þarf kannski ekki nefna það en ég var DAUÐ! úr þreytu)

En já. Lífið er yndisleg og færslan er orðin AAALLT of löng með skriljón innsláttarvillum.

en já, Góða nótt og takk fyrir spjallið

kv. Ásta Björg

Engin ummæli: