laugardagur, maí 06, 2006

Sól mín og sumar..

Arg, það er svo gott veður :D ég syng alveg af gleði :D

Ég er sko í sumar og sólskinsskapi, nýbúin í klippingu (sem er btw æði) og bara tilbúin til að gera EKKERT í kvöld (s.s. slaka á með arnari því að hann ætlar að taka sér eitt kvöld frí, er búinn að vera að læra stanslaust síðan 7. apríl!)

Var í Perlunni í dag að skoða vestfjarðarsýninguna, skrapp aðeins í básinn hjá Bolungavík og kynnti bæinn með stolti, og bæklingarnir þutu út :D Núna eru sko allmargir fróðari um bæinn okkar..

enívei.. langaði bara að hrósa þessu yndislega stórkostlega veðri (jáh, ég er sko ekkert að spara stóru orðin) og segja ykkur að lífið væri yndislegt - eru þið ekki sammála...?

kær kveðja úr sólskinsbænum

ásta bj

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var geðveikt veður hérna í Bolungarvíkinni í dag!! Ég er sólbrennd takk fyrir pent ;)

Nafnlaus sagði...

Já, veðrið er búið að vera rosalega gott. Ég er ekki frá því að hafa tekið smá lit :)