Góðan og blessaðan daginn kæru vinir.. hvað er að frétta af ykkur (svör mega skrifast í komment) Ég hef það bara fínt. Ég er búin að vera að dunda mér í að gera nýjan banner, hvernig líst ykkur á?
Ég hef annars haft það bara mjög fínt, var að horfa á gömul videó í tölvunni minni og þau voru MEST fyndin og krúttileg. gaman að horfa á svona :p svo var stofnaður gönguklúbbur í vinnunni, algjör snilld :D klukkan korter yfir sjö á morgnanna (mið og fös) hressandi :D
Annars hlakka ég bara til á morgun, í fyrsta sinn í mánuð sem arnar ætlar að taka sér frí frá lærdómi og við ætlum að sjá Rauðhettu í bíó.. veei..
ég er líka að fara að vinna í umsókninni minni í kennó, ætla að fara í tónmenntakennarann.. tónfræði, hér kem ég ;D
en já, ég ætla að fara að setja í vél, fara í sturtu og ákveða hvernig ég á að láta klippa á mér hárið á morgun.. já, ég er að fara í klippingu og ég hhhlaaakka til :D
ég kveð þá bara í bili, úr sumarlandinu góða, landi íss og elda..
ásta bj
föstudagur, maí 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
mjög sætur banner :) þú ert svo mikið sólskin eitthvað Ásta mín ! :D frábært hjá þér að fara að læra tónmenntakennarann. Held þú verðir svaka flott í því :) Gangi þér sem best ástin mín
Skrifa ummæli