laugardagur, maí 20, 2006

að hjóla er hættuleg íþrótt..

Góðan og blessaðan daginn..

Þetta er nú búið að vera meiri sólarhringurinn hjá mér skal ég segja ykkur.. eða, meira en sólarhringur.. Í gær morgun þá var ég dugleg og hjólaði í vinnuna.. Ég var að flýta mér og í krappri beygju þá fór keðjan af hjólinu mínnu og ég datt og fékk riisa skurð á hnéið mitt og get núna varla gengið. Ég mætti því í vinnuna haltrandi í rifnum alblóðugum gallabuxum. Ekki smart, en ég þraukaði daginn og hann Arnar minn kom í hádeglishléinu sínu með nýjar buxur fyrir mig og svo þegar vinnan var búin fór ég til læknis sem bar hræddastur um að ég væri brotin eða með hnésélina á vitlausum stað. En allt kom fyrir ekki og þetta er bara stórt ljótt sár..

enívei. Dagurinn var því meira og minna ónýtur og eiginlega helgin líka því að það er eiginlega ekkert sem maður geturgert svona fótalaus..

en núna er ég nú samt á leiðinni út því að heimasæta eins og ég getur ekki verið þekkt fyrir að kveinka sér yfir einhverju smá hjólasári og látið það eyðileggja fyrir sig daginn..

en ég kveð þá í bili..

ásta bj

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú meiri klaufinn :) Vonandi líður þér betur í hnénu :) svo að þú getur bloggað meira :)