föstudagur, október 21, 2005

Ótrúleg borg

Ég er heilluð af Evrópu, ég er heilluð af stórborgum Evrópu, ég er heilluð af Barcelona. Ég hef einu sinni farið þangað og þó er ég komin með alveg rosalegann fiðring til að fara þangað aftur. Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég er eiginlega öfundsjúk þegar ég heyri fólk segja að það sé að fara eða þekki þennan sem hafi verið að fara og svo framv. Ég veit að 9unda og 10unda boðorin segja að maður eigi ekki að girnast það sem náungi manns hefur en ég ræð ekki við mig :s Þessi síða um Barcelona hefur hjálpað mér alveg ótrúlega mikið um að rata þarna úti og þegar ég skoða kortin á henni og myndirnar fæ ég fiðring. Ég var búin að ákveða að fara til London í haust en ég veit ekki hvort ég get staðið við það.. Ég ætla að láta fylgja með nokkrar myndir af þessari mögnuðu borg...


La Ramblas :) eða laugavegurinn..


Höfnin..


Sagraða Familia kirkjan stendur uppúr borginni..


Kólumbus, stendur við endan á Römblunni


Rosalega falleg höll með ótrúlegum gosbrunni


Gamli bærinn, yndislega þröngar götur.. I love it I love it I love it..

Vá.. þegar svona tilfinningar brjótast fram..

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

best regards, nice info » »

Nafnlaus sagði...

You have an outstanding good and well structured site. I enjoyed browsing through it » » »