þriðjudagur, október 25, 2005

Allt að gerast..

Jæja, búin að fá út úr einu prófi.. ekki alveg sátt við þann árángur en bara þeim mun meiri ástæða til að vinna ritgerðina úr því fagi betur. Loksins búin að finna mér efni og svoleiðis og er bara farin að hlakka til við að skrifa hana.. :D



Annars er lítið að frétta. Er bara búin að vera að vinna og svoleiðis, er líka að reyna að byrja aftur í ræktinni eftir frí á meðan ég var í prófunum.. vonandi að maður geti styrkt sig eitthvað. Annars erum við mamma bara að skoða það að fara til útlanda eina helgi fyrir jól einhverntíma, á enþá eftir að fara út þar sem ég fékk utanlandsferð í útskriftargjöf frá mömmu.. hlakka til :D kannksi maður geti þá keypt jólagjafir. Ég er líka komin í alveg rosalegt jólastuð.. :D:D







Já.. Jólalögin eru farin að söngla í höfðinu á mér. Svo eru líka jólsveinar og jólaskreyt farið að koma í búðir og sumir komnir með jólaseríur.
Einnig eru suuummir farnir að kaupa jólapappír og jólaskraut aka Regína

En ég bið að heilsa í bili.. ætla að fara út og leita að heimildum syngjandi jóasöngva..

jólaveinninn minn, jólasveinninn minn ætlar að..., Ég sá mömmu kyssa jóóólasveiiin við.., Á jólunum er gleð´o´gaman...

Ásta jólabarn :D

Engin ummæli: