Að lifa lífinu eins og dagurinn í dag sé sá síðasti er nákvæmlega það sem maður á að gera. Aldrei að fara að sofa ósáttur og aldrei að fresta því sem þú ætlaðir að gera í dag til morgundagsins.
Þessi færsla er skrifuð í minningu þeirra sem ætluðu sér svo margt en fengu ekki að gera brot af því sem þeir ætluðu sér. Allt of oft er lífið tekið frá manni án ástæðu og eins og einhver hafi ákveðið að núna væri tíminn kominn til að fara yfir hæðina.
Því bið ég ykkur kæru lesendur, grípið tækifærin og ekki bíða eftir að allt komi upp í hendurnar á ykkur. Lifið lífinu og eigið góða daga, ég veit að ég ætla að tileinka mér þann lísmáta..
kv. ásta björg, enn í áfalli eftir gærdaginn..
mánudagur, september 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli