vá, núna uppá síðkastið hef ég verið að upplifa það að það vantar svona 4 tíma auka í sólahringinn. Dagurinn í dag var voða vel planaður. Svo bættist og bættist á hann og núna er hann alveg stútfullur af hlutum sem þarf að gera að maður veit varla hvar maður á að byrja. Ég var tildæmis í skólanum fram að hádegi og er núna að vinna lokaverkerfni í aðferðafræði b sem ég á að skila á morgun. Svo þarf ég að vinna nokkur dæmi í bókhaldi fyrir dæmatímann þar á morgun og svo er mamma mín víst að koma í bæinn og ég ætla að hitta hana smá ef ég get og svo langar mig alveg rrooosalega að horfa á síasta þátt í apprentis.(missti af honum) En þetta þarf ég að vera búin að gera fyrir 6 því að þá fer ég í ræktina og svo eftir hana til Regínu að horfa á lokaþáttin í apprentis... og náttla ANTM!!!
Það er líka svo gaman að horfa þegar maður er búin að vera duglegur yfir daginn, sem ég ætla btw að vera..
Annars er voða lítið að frétta, er bara búin að vera að læra, í skóla og svo alltaf á hverjum segi í ræktinni. Vonandi að maður komist þá í e-n flottann jólakjól... aaarg ég hlakka til jólanna :D
Bið þá bara að heilsa í bili og vonandi að ég fái þessu framgengt með 4 aukatíma í sólahring..
fimmtudagur, september 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli