Hve fyndið er það að þegar maður er að skrifa og er svolítið að flýta sér og gerir óvart vitlausta fingrasetningu? Ég lenti í því áðan í vinnunni. Var að flýta mér frekar mikið og þegar ég var búin að skrifa ágætis slatta þá skildi ég ekki orð af því sem ég hafði verið að skrifa. Ég var ekki búin að líta neitt á skjáinn og gat eki annað en sprungið úr hlátri.. það sem ég sá var einhvernvegin svona:
(lítið brot)
vantar vottorð vinnuv. fæll í ófrágengið
(svona leit þetta út)
bsmyst bpyypt' bommibþ g´ææ +o+pgtshrmho'
eins og skilja má þá fékk ég pínu sjokk því þetta var alls ekki það sem ég ætlaði að skrifa!
Vildi bara deila þessu með ykkur :D
Annars er ekkert að frétta þannig, er að fara til Egilstaða á næstu helgi með Arnari og Bigga að hitta Dóra og Anítu. Tommi og Níels verða þar víst líka að mér skilst á honum Arnari.
Svo er ég að fara í mat til Hannesar frænda í kvöld, það verður örugglega alveg ágætt, annars er það bara vinna vinna vinna sem er reyndar ógeðslega fínt því það er svo gaman að vinna :D Ég keypti mér líka kort í World Class, fer núna alltaf í Laugar og VÁ hvað það er miklu flottara en Sporthúsið og svo fékk ég líka aðgang í Baðhúsið í Laugum sem er voða gaman (reyndar bara í tvo mánuði en samt)
En bið bara að heilsa bili, ætla að halda áfram að bíða eftir að síminn hringi svo að ég geti svarað í hann,
kv. ástabj
þriðjudagur, júlí 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli