þriðjudagur, júní 07, 2005

hví..!

Ég varð fyrir mesta áfalli í gær sem hugsast getur, þetta voru vonbrigði lífs míns (FYRIR utan það að vera ekki búin að keppa á ólympíuleikunum og búin að meika það í hollywood).

Gæjurnar sem ég keypti í bílinn minn, þær eru bilaðar. Þær virka ekki eins og græjur eiga að virka. Eins og þeir sem þekkja mig vita þá er ég mikil tónlistarmanneskja. Ég hlusta mikið á tónlist og pæli mikið í henni. En á þessum spilara var ekki hægt að spóla til baka, það liðu 15 sek áður en hann kveikti á sér þegar bílinn fór í gang og vá ég nenni ekki að þylja þetta allt upp en það var margt fleira. Ekki er víst að ég fái að skila honum og þá fæ ég bara innlegsnótu fyrir honum. En ég hef ekkert að gera með innleggsnótu. Ég lít svo á að þetta sé tapaður peningur því ekki er ég að fara að kaupa annan spilara þarna í þessari búð!

Ég er ekki sátt við þetta! :( skæli skæl. Núna er ég bara með gamlan spilara úr einum af bílunum sem eru heima hjá arnari og útvarpið virgar ekki einu sinni í honum! Eða það þarf að kaupa millistykki og e-ð vesen!

Engin ummæli: