Vá hvað það er frábært að hafa gott veður og 3ggja daga helgi. Ég gerði sko alveg fullt á helginni. Á fimmtudeginum var farinn hringur um Þingvallavatn og hlustað á góða tónlist og spjallað, voða rómó og gaman hjá okkur Arnari. 17. júní var svo tekinn með trompi með því að fara á skemmtun í Kópavogi, Reykjavík OG Hafnarfirði. Um kvöldið var svo aftur farið í Kópavoginn að hlusta á Papana og flottheit.
Í gær vöknuðum við svo snemma til að fara í Húsafell. Það var alveg frábært veður, við fórum í sund og skemmtum okkur konunglega og komum svo heim með rjóða vanga. Við vorum að spá í að gista en farið var að bæta í vind svo að við ákváðum bara að keyra heim um kvöldið og fara niður í bæ að skoða mannlífið. Í dag er svo stefnan tekin á víkingahátíðina í Hafnarfirði og bíó í kvöld á mrs og ms Smith í Laugarásbíó.
Þessi helgi sló öll met og verður að segjast að sé bara besta helgi sumarsins. Komst mikið út úr borginni (sem er alveg fullkomið fyrir heimasætu eins og mig) og mikið sungið og spjallað.
Gleðilega Þjóðhátið öll sömul og vonandi verður næsta helgi svipuð þeirri fyrri.
sunnudagur, júní 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli