föstudagur, apríl 15, 2005

Miðvikudagur = æði

Okey, vá í gær, eða á miðvikudaginn þá var bara venjulegur dagur. Byrjaði ekki vel þar sem ég sá dánartilkynningu í Fréttablaðinu um stelpu sem hafði verið með mér í tíma í MK. Vá hvað mér leið ekki vel en þá hringdi Begga og fékk mig til að gleyma öllu saman. Hún og vinkona hennar Dominiuqe (veit ekkert hvernig ég á að skrifa það) ákváðu að taka ljósmyndir í góðaveðrinu og þær vantaði módel svo að ég sló til OG það var ÆÐI!.. Vá ég skemmti mér svooo vel. Við keyrðum út í "sveit" (rétt fyrir utan hfn) og tókum fullt af myndum. Svo skitpi maður bara um föt í bílnum og læti..

Ég skemmti mér svo vel að ég get ekki lýst því.. Svo bara BEGGA, anytime ef þig vantar aftur módel í skemmtilega myndatöku.. ;p

EN já.. dagurinn í dag var ósköp venjulegur.. fór bara í vinnuna í dag, svo heim, ákvað að fara til útlanda í haust.. sennilega til suður afríku, ALLT Öddu í vinnunni minni að kenna! og svo fór ég í kringluna það sem ekkert var til. Var með arnari í kringlunni og við hittum helga þór.. fundum fjári gott nafn á hljómsveitina þeirra en ég má ekkert segja því að þeir eru á hljómsveitaræfingu núna og þeir ætluðu að bera nafnið undir þá en þar er nokkuð skothelt.. Allavega finnst mér það..!

En já.. svo bara 3 orð yfir "blautar" smástelpur, Ó MÆ GOD!!!!! það var stelpa þarna í kringlunni alveg að deyja út af helga og kom hlaupandi og bara "hæjj, ertekki helgi í ædol, OMG má ég faðma þig (hún fékk já svo bara) AAARRG (öskur)" það var svo fyndið að ég pissaði næstum í buxurnar, en sko samt ekki bókstaflega, tek bara svona til orða, en vó, núna er americas next toppmodel byrjað svo að ég fjúff, hef ekkit ítma til að skrifa meira.. bæbæ

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver datt út ???!!!

Nafnlaus sagði...

Það er gaman að þessu

Nafnlaus sagði...

Jæja á ekkert að fara að blogga fyrir okkur :)

Friðþjófur sagði...

Veistu - það er ekki hálft eins fyndið eins og það sem ég upplifði þegar ég hitti Helga í kringlunni í vetur. Það er ekki brtingarhæft á netinu en ótrúlega fyndið!

Segi þér við tækifæri ;)

Nafnlaus sagði...

This is very interesting site... » »