Ég f****** HATA að vera 19 ára gömul en komin í háskóla. Ókey, ekki kemst ég inn á grunnskóladiskótek, enda var það alveg vitað fyrir. Ekki get ég farið inn á menntaskólaböll því ég er ekki lengur í menntaskóla og ekki get ég farið út að djamma með háskólafélögum (þó ég þekki enga nema arnar) af því að ég er ekki orðin 22 ára gömul. Ég mæli ekki með þessu við nokkurn einasta mann. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að nýta laugardagskvöldið mitt í e-ð annað en að hanga heima því nóg var ég búin að gera af því. Ég málaði mig, klæddi mig upp og tók Arnar með mér alveg tilbúin í að dansa fram á rauða nótt. En NEI!!! Ég komst ekki neinstaðar inn, reyndi á Hressó en þar var meira að segja 22 ára inn svo að arnar hefði í raun ekki heldur komist. Þetta drap alveg niður alla löngun til að djamma e-ð svo að ég fór aðeins inn á kaffibrensluna, vil löbbuðum um framhjá Thorvaldsen og Nasa og e-ð en alstaðar voru dyraverðir sem horfðu illu auga á mig svo að núna sit ég bara heima að blogga á bloggið mitt, eins ömurlegt og það er nú á laugardagskvöldi!
Boðskaðurinn er sá að það er alltilagi að vera eilífðarstúdent..
En hva, það jákvæða er þó að ég get verið heima að kúra með kærastanum mínum og ekki hafa samviskubit yfir því að fara aldrei út að djamma. Næst þegar ég reyni verð ég orðin 22 ára svo að ég get bara haft það kósí í þrjú ár..
kv. astabj
sunnudagur, apríl 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sko ég ætla að segja þér algert leyndó ;) ég þekki gaura í undergroundinu í RVK kannski þeir geti hjálpað þér að falsa skilríki ;) Þetta er alveg pop secret ... og ég búin að kjafta því ;)
Ég veit ekki hvort ég á að segja frá þessu - en ég hef verið að pikka upp sextán ára gellur (og uppúr takk fyrir) á djamminu svo ég sé einhvernveginn ekki hvernig þetta er vandamál. Getur verið að ID-ið felist innan í brjóstahaldaranum?
Skrifa ummæli