mánudagur, febrúar 04, 2008

Stutt létt og laggott


Í gærkvöldi áður en ég fór að sofa datt mér í hug skriljón hlutir til að skrifa um hér, ég ákvað þó að vera skynsöm og fara að sofa í stað þess að rífa mig uppúr rúminu, kveikja á tölvunni og byrja. Það varð þó til þess að núna, þessa stundina hef ég ekkert að segja. Set inn nokkra punkta og kalla það gott:

  • Ég er loksins byrjuð í skólanum á fullu :D

  • Bollan sem ég keypti mér í hádeginu í tilefni af bolludeginum var ekki góð

  • Í allan dag hefur mig langað að lúlla en Arnar hefur nánast alltaf séð til þess að ég væri að læra
  • Ég er búin að komast að því að það verður nóg að gera í febrúar, engin afslöppun í skóla, vinnu og líkamsrækt

  • Ég og Rúna sem er að vinna með mér erum byrjaðar að æfa í Baðhúsinu
  • Núna á helginni erum við Arnar að fara í sumarbústað því á föstudaginn erum við búin að vera saman í heil 5 ár.. úff úff úff..!

  • Mér tókst að taka hæðirnar í gegn á meðan ég var veik heima, og er að halda því við! Ansi stolt af því

  • Ég er sátt við að vera hætt við Lögfræðina og Stjórnmálafræðina - elska skólann minn (fyrir utan kannski hljóðritunina sem þarf alltaf að troða inn allstaðar)
  • Bíllinn minn tók upp á því að vera erfiður á laugardaginn - Við Arnar ætluðum okkur að gera fullt af hlutum en enginn þeirra stóðst. Maður verður alveg handa og fótalaus þegar bílinn er ekki til staðar..!

  • Núna ætla ég aftur á móti að halda áfram að læra því eftir hálftíma þarf ég að leggja af stað í Baðhúsið að hitta Rúnu.. Nóg um að vera..



kv. Ásta Björg

4 ummæli:

Friðþjófur sagði...

Siggi bróðir pantaði bollu að vestan því pabbi kom suður þennan dag. Veit ekki hvernig það fór.

Til hamingju með árin fimm - frábært að heyra ;)

Hvað meinarðu svo með að vera handa og fótalaus án bílsins.. Ha? Annars skil ég þig. Fyndið að búa í smábæ og þurfa bíl en geta svo verið hérna á almenningssamgöngum. Kannski vegna þess að þær eru margfalt betri en heima..

Hafið það gott :)

Tinna sagði...

Vá, fimm ár! Til hamingju, vonandi verður helgin góð. Annars var ég að láta mér detta í hug snilldarbúningur fyrir mýrarboltann í ár fyrir liðið okkar. Hehehe, kannski aðeins of snemmt að byrja að skipuleggja.

Ásta Björg sagði...

Fiffi: jáh.. kannski eru þær aaaðeins betri þarna úti en hérna heima. Ég er búin að vera að plana vinnuna og að taka strætó og það bætist þá við klukkutími sitthvoru megin við vinnuna :s

Tinna: haha, svolítið snemmt en brjálað spennandi :D Það verða bara þrotlausar æfingar í sumar og svo tökum við þetta í ágúst :)

Nafnlaus sagði...

Það er ekki gaman að vera bíllaus ég skil það vel :)

Já 5 ár til hamingju með það, maður á eftir nokkra mánuði í þennan áfanga, svakalega er tíminn fljótur að líða :)

Kv. Berta