mánudagur, október 22, 2007

Trúmanþátturinn = lífið mitt..!

Ég hef nú aldeilis hrapað niður í skrifum síðan skólinn byrjaði! Það er hugsanlega vegna þess að það er ekkert að frétta OG mikið að gera. Allavega eitthvað sambland af þessu..

Núna ætla ég þó að skrifa nokkra puntka um hve lífið mitt er ótrúlegt!

Ég viðurkenni fúslega að ég er fátækur námsmaður - eins og svo margir aðrir..


En hvað er málið með það að þegar peningarnir eru sem minnstist þá ákveða kennarar að bæta við tonnum af aukabókum til að lesa eeða að allt þetta sem maður kaupir nokkrum sinnum á ári sbr. sjampó og hárnæringu, ilmvatn, uppþvottarlög og bara allt þetta venjulega (og svo klárast maturinn líka á sama tíma). Afhverju getur þetta ekki deilst niður á nokkra mánuði eins og sjampóið og hárnæringin klárast einn mánuðinn, ilmvatnið annan, uppþvottalögurinn hinn o.s.frv. Stundum finnst mér eins og ég sé í Trúmanþættinum þ.s. einhver er búin að plana þetta allt fyrir mig til að gera lífið sem flóknast..!

Annars er próftaflan komin í hús, er bara í tveim prófum mánudagana 3 og 10 des. Sem væri fínt fyrir utan það að síðustu 3 skóladagana þ.e. 28,9 og 30 nóv (mið, fim og fös) er ég að skila einhverjum 10 lokaverkefnum (og talan 10 er ekki ýkt!) æjh.. það reddast, vonandi :D Ég hef þá líka bara nægan tíma í fríi áður en ég fer vestur á jólunum ;D


Á fim, fös, lau og sun verður litla Salvör Sól hjá mér á meðan Mamma og Jói fara á árshátíð vinnumálastofnunar. Þannig að ég verð upptekin allanæstu helgi. Þetta var löngu planað svo að það er ekkert hægt að gera í því, held þetta sé eina helgin þar sem e-ð er planað fyrirfram af öllum þeim sem hafa verið í haust. En ekki nóg með það heldur á þessari helgi er líka ball á vegum vinnunnar, afmæli hjá einum besta vini Arnars OG fyrsta D-bekkjarpartí vetursins.. ! Allt á sömu helginni.. - núna vilja aftur vísa í trúmanþáttinn - þetta getur ekki verið tilviljun - ég hef aldrei neitt annað nema að læra að gera á helgum

Eníveis, þetta er komið út í eitthvað neikvæðnisblogg - átti nú ekki að vera svoleiðis. Þrátt fyrir allt er lífið samt frábært. Á maður ekki að horfa í heilsuna o.s.frv. ég meina maður lætur sig hafa ýmislegt á meðan heilsan er í lagi (finnst samt að ég sé að fá einhverja kvefpest :S en það tekur 2 daga!)

Bið að heilsa í bili - kv. Ásta Björg

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ skvís, gaman að hitta þig um daginn:) gott að það sé nóg að gera og allt gott að frétta:)

heyrumst vonandi sem fyrst:)

kv.Jóhanna