laugardagur, september 29, 2007

vikulega bloggið :D

Mér finnst að ég eigi að fá verðlaun. Ég var í gær, uppi í skóla, á föstudagskvöldið að læra til að verða tvö! Á FÖSTUDAGSKVÖLDI! og ekki bara að læra hvað sem er.. heldur hljóðfræði [vi:h] :D

Eníveis.. Mamma og Salvör Sól eru hérna hjá mér núna. Eða réttara sagt þá er mamma að kenna uppí háskóla og Salvör Sól í pössun hjá mér.. hún er bara ansi dugleg að naga fingurna og segja mér sögur sem innihalda mikið af "aaahhhhaaaaagg" og "heegg heeeaaag" (get ekki sett inn þýðingu því ég veit ekki hvað hún er að tala um)!

Skólinn er komin á fullt (enda að koma október..) og á fimmtudaginn skilaði ég 40% ritgerð í tónmennt. Ég vona að hún hafi verið skítsæmileg en við fáum hana þó aftur og skilum aftur.. þá VERÐUR hún að vera skítsæmileg!

Þessi helgi fer mest í að læra, núna hljóðfræði, svo siðfræði og leiklist. Á morgun verður svo dinner með afkomendum Salvarar langömmu svo að það er nóg að gera :D

Ég bið bara að heilsa í bili.. hef s.s. ekkert að segja..

kv. Ásta Björg

Engin ummæli: