Halló halló kæru vinir og hinir..
Ég var að koma úr bústað, ekki núna en var alla síðustu viku. Það var frábært, heldur of mikið af gestum en maður fær þó aldrei of mikið af góðu fólki til sín, er það nokkuð? Við töldum það saman og gestirnir voru um 27 (og sumir komu oftar ein einu sinni og aðrir voru í nokkra daga).
Eeen eg ætla að henda inn myndum af bústaðarferðinni og segi þá eitthvað um hana þar, hvað gert var o.s.frv. Nenni ekki að úskýra allt hér og svo er bara miklu skemmtilegra að skoða myndir en lesa texta (sumar myndir segja líka meira en 1000 orð!)
Ég hef mikið verið að hugsa um hve lífið mitt hefur breyst síðan ég gaf eftir og horfði á Star Wars. Nú skil ég töluvert fleiri brandara og annað slíkt. Ótrúlegt alveg hve fólki text að lauma þessu inn hér og þar.
Svo sá ég einnig ansi skemmtilega mynd af einkennilegri styttu eða listaverki. Fígúran sem um ræðir minnir mig ansi mikið á Andra Ómarson sambýlismann og unnusta Beggu :D
En ég kveð í bili :D
Ásta Björg (búin að fá smá brúnku í andlitið/kroppinn :D )
mánudagur, júlí 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli