
Þá er ég komin heim til Ísafjarðar aftur, lenti núna áðan og er komin í vinnuna. Helgin var ÆÐI! Mér tókst þó ekki að gera nærri allt sem ég ætlaði mér en verst þykir mér þó að hafa ekki tekist að hitta Steinunni :(
EN í stuttumáli var helgin þannig að á föstud. var kósí afmæli, laugard. var búðarráp f. mömmu, óvissu/lautarferð, út að borða, útskrift/innflutningspartý og venjulegt partý og sunnud, var 17. júní, heimsóknir, út að borða og reddingar. Þá er það upptalið :)
Annars var ég í mjög svo skemmtilegu flugi, er að finna fyrir einhverri flughræðslu sem ég átta mig bara alls ekki á enda hef ég aldrei talið mig flughrædda áður. Ég held samt að flugónotum mínum megi rekja til flugslysaþáttanna sem ég hef heyrt um og séð nokkra hjá Arnari.. En hver veit.
En jáh, aftur í flugið. Það byrjaði rólega og í skýjunum (ég var náttúrulega þar eftir helgina ;) ) en svo þegar farið var yfir vestfirðina birti alveg til og sást ekki ský á himni. Ég tók mig til og smellti af nokkrum myndum svona til að sýna, hendi þeim inn í kvöld. Mikið er nú gaman þegar vestfirðirnir
taka svona á móti manni því satt best að segja langaði mig lítið heim :/

En allavega, næsta suðurkoma er tekin 27. júlí í brúðkaup Orra og Hrafnhildar (hugsa að fáir viti hverjir þau eru en Orri og Arnar eru systrabörn). Hlakka til að vera búin í vinnunni enda eins og áður sagði brjálað gott veður hérna og ólgandi sól.
Kveð í bili kæru 3 lesendur
kv. Ásta Björg :D
1 ummæli:
ohh já ég vildi mest hitta þig :/ en það verður að bíða betri tíma, allavega gott að þú gast notið þín þennan stutta tíma í rvk.. :)
Skrifa ummæli