Fjúff, í gær fór ég með mömmu á opnun einleikjahátíðarinnar ActAlone sem hefur verið haldin á Ísafirði síðustu 3 ár. Anski skemmtilegir einleikir sem sýndir voru þar. Eftir opnunina skelltum við okkur í Edinborgarhúsið og váh hvað það hefur breyst síðan ég var þar síðast. Orðið rosa flott! Í tilefni af einleikjahátíðinni ætla ég að skella mér á einleiksnámskeið núna á eftir (ætlaði á brúðuleikhúsnámskeið en ákvað að skipta :D)
En nóg um það..! Þar sem eg fór á þessa opnun í gær OG á kaffihús kom ég seint heim og fór enn seinna að sofa! Ég vissi að ég yrði ansi mygluð um morgunin svo ég stillti klukkuna extra snemma til að ég gæti nú vaknað og farið í sturtu og frískað mig aaðeins við. Þetta átti líka að vera fyrsti dagurinn þar sem ég átti í alvöru að sjá um staðinn ein (byrjaði fyrstu 2 dagana mína ein en þá átti ég bara
að taka skilaboð og láta vita að haft yrði samband e. 2 daga). Ég ætlaði sko aldeilis að taka þessa einveru mína með trompi! Og gerði það auðvitað, með því að SOFA YFIR MIG :( ! Í fyrsta skipið sem ég sef yfir mig í þessari vinnu OG auðvitað á svona degi :s En jæja, svaf s.s. ekkert mikið yfir mig, var vöknuð kl. 08:14, komin út 8:17 og byrjuð að vinna 8:31. Jáh, ég var á dúndur hraða..! bara heppin að hafa ekki keyrt útaf eða e-ð, með sólina í augunum (og brotin sólgleraugu :´( ) og mjög þreytt (sem þýðir að viðbragðsflýtirinn var ekki uppá sitt besta!)

En hér er ég, hress að vanda á leið á einleikjanámskeið :D OG út í góðaveðrið e. það :)
bið að heilsa ykkur í bili
kv. Ásta Björg
Engin ummæli:
Skrifa ummæli