mánudagur, júní 25, 2007

nafngift og afmælisósk :D

Ég er að fá kvef :(

Þá er helgin búin hjá okkur og váh hvað þetta var ekki hvíldarhelgi. Á föstud. fórum við Kristín Helga, Magnea og Þorsteina í stólstöðugöngu á vegum Heilsubæjarins og í sund eftirá. Það var mjög fínt og svaka kósí, varðeldur og rómó ;) Um kvöldið þegar ég var búin í sundi (sem var á miðnætti) kom Arnar vestur svo að ég náði í hann til Bigga :D

Laugardagurinn fór svo í undirbúning, við vöknuðum og sáum að það var RUGL gott veður og hristum höfuðið yfir því að þurfa að baka í þessu veðri. Fullt af fólki var í mat í hádeginu (átti upphaflega að vera við fjölskyldan +2 en endaði í 14 manna veislu :D setið var úti í 20 stiga hita og kósíheit. Arnar fór svo með Bigga og fleirum í sund og í Skálavík á meðan ég var heima að æfa mig á píanóið enda stór dagur daginn eftir og ég átti að spila undir söng.

Kíkti aðeins á náttúrugripasafni og í Drymlu, sá enganmun :s (æjh, mér finnst alltaf að ef maður er búinn að sjá einu sinni hefur maður alltaf séð :s)

Staðið var bara og bakað fram eftir nóttu (fór að sofa hálf 6 :s) og svo vaknað fyrir 10 til að fara með stúlkurnar í sund. Úff hvað það var kósí :D En eftir sundið greiddum við Kristín stúlkunum í sameiningu og gerðum okkur til enda stutt í að skírnin myndi hefjast. Hún átti að vera heima klukkan tvö og byrjaði fólkið að týnast inn uppúr hálf. Þetta var voða falleg athöfn..

.. ég sýndi ótrúlega takta á píanóinu (þarf ekki að vera jákvætt *-) ) og litla stúlkan fékk nafn. Hún var skírð e. langömmu sinni og móður systur;

Salvör Sól

SET INN MYNDIR SÍÐAR ;)

Núna þarf maður að venja sig við að kalla hana salvöru í stað litlu snúllu :D Ég ætla að setja inn myndir um LEIÐ og ég kem heim.. eða aðeins síðar ;) Arnar fór svo bara stuttu e. skírnina suður :( (er ekki að fíla það!) EN núna ætla ég að halda áfram að vinna og

ÓSKA BERTU HRÖNN TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN :D
Hafðu það gott í dag sæta og vonandi sé ég þig bráðlega :D
Kveð þá í bili, vonandi hafa allir átt góða helgi, mín var allavega fín :D
kv. Ásta Björg

3 ummæli:

Gugga Stebba sagði...

Enn og aftur til hamingju með systur þína. Þetta hefur örugglega verið flottur og góður dagur!! :)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með systur þína . Skila kærri kveðju til allra og nú fer að styttast í það að ég fari að koma vestur... þá verð ég nú að taka nokkrar henhóls heimsóknir á þetta!! sakna þín krúsí mús og btw. Virkilega Flott Nafn... Stuðlar vel.

Nafnlaus sagði...

til hamngju með systur þína:) flott nafn:)
kv. Jóhanna