Þar sem ég er að fara í próf í bókmenntafræðum og setningafræðum þá ætla ég að deila með ykkur fróðleik.
Ég er að læra um ferskeytlur og annað slíkt (jáh, búin að læra það hundrað sinnum en virðist samt ekki kunna það..!) Til þess að læra þetta nú í eitt skipti fyrir öll ákvað ég að búa sjálf til smá ferskeytlu sem fer eftir öllum helstu bókmennta- og stílfræðum/reglum
Ásta´er þreytt en ánægð þó
eftir langan daginn
leikur einn í lífsins ró
lestur, mikill aginn
Þó þessi litla ferskeytla sé rugl má þó lesa úr henni að Ásta (ég ) er í próflestri og þarf mikin aga til að halda lærdómnum áfram þrátt fyrir þreytu. En það sem meira er (og hér byrjar kennslan)..
.. Á(sta), á(nægð) e(ftir) eru stuðlar og höfuðstafir í efri tveim línum og
l(eikur), l(ífsins) og l(estur) í síðari línu.
Í ferskeytlunni má finna víxlrím (þ.e. þegar rímið er á víxl, eins í fyrstu og þriðju línu og annarri og fjórðu).
En ekki er nóg að gera bara stuðla og höfuðstafi einhverstaðar..! Þannig er mál með vexti að annar stuðullinn (en venjan er að þeir séu tveir) verður að vera á stað sem kallast 3. kveða í fyrstu og þriðju línu og höfuðstafurinn í 1. kveðu í annarri og fjórðu línu.
Svona eru kveðurnar í þessari vísu
Ásta´er I þreytt en I ánægð I þó
eftir I langan I daginn
leikur I einn í I lífsins I ró
lestur,I mikill I aginn
Ljóðagerð er ekki fjarri nótnagerð því ákveðin taktur verður að vera í hverri kveðu. Þarna má greina 2/4 því innan hverrar kveðu (taktbils) má klappa tvisvar sinnum. Það er þó skrýtið að síðasta orðið í fyrstu og þriðju línu er aðeins eitt atkvæði og nefnist slíkt stúfur. Lesandi ljóðsins verður því að hugsa sér þögn í einum takti (klappi) svo að sú kveða verði einnig tvö atkvæði.
Ég vona að lesendur hafi verið aðeins fróðari um stílbrögð ljóðagerðar og hvernig ferskeytla á að vera.
jæja, best að læra meira
kv. Ásta bj..
1 ummæli:
haha ég lærði helling af þessu ásta mín:) nú rúllum við þessu upp:)
kv. Jóhanna
Skrifa ummæli