Þá er maður komin heim í víkina fögru (er reyndar ekkert búin að fara til Bolungavíkur því að ég keyrði beinustu leið heim). Þegar ég kom var lítill Moli sem tók á móti mér. Neih, við erum ekki orðin svona sjálfstæð í hundanöfnum. Nöfnin eru enþá bara Píla, Lappi og Skotta..
En hver er þá Moli??
Jáh, þetta er Moli. Heimalingurinn Moli. Hann lætur samt eins og hundur. Og hugsanlega í Kína eða Japan (man ekki hvort) þá gæti fólk haldið að hann væri hundur (og ég er ekki með fordóma það var í sjónvarpsþætti þarna úti þar sem eitt seleb kom með hundinn sinn í sjónvarpsþátt og kvartaði undan því að hann gelti ekki og pissaði alltaf og kúkaði inni o.s.frv. og þá hringdu fleiri inn í sjónvarpsþáttinn og kvörtuðu undan sama vandamáli með sömu tegund en svo kom hringing þar sem fólki var vinsamlega bent á að þetta væri ekki hundur sem selebið var með heldur lamb).
En allavega.. Ég er strax farin að sakna Reykjavíkur.. Mamma er það með litlu sætu mína og ég mig langar að knúsa hana NÚNA! get ekki beðið eftir að þær komi heim. Er núna að standa yfir systrum mínum og skipa þeim að taka til í herbergjunum sínum (enda komin tími til.. já já, ég er auðvitað að hjálpa líka:D)
Bið að heilsa í bili, þarf að taka meira til því allt verður nú að vera tipp topp þegar daman kemur í fyrsta skiptið á heimilið..
kv. Ásta Björg
Engin ummæli:
Skrifa ummæli