föstudagur, maí 25, 2007

þetta er allt að koma :D

Jæja, núna er lífið allt að batna :) Ástæðan fyrir svo ömurlegum stundum sem ég lýsti stuttlega hér að neðan er sú að nýfædda systir mín lenti inn á gjörgæslu vegna alvarlegrar sýkingar. Hún þurfti að fara í hitakassa og fá næringu í æð auk þess að vera á sterkum sýklalyfjum. Þessar fréttir fengu vissulega á mig þ.s. stúlkan hafði ekki vaknað í hátt í 3 sólarhringa og virtist enginn kippa sér upp við það af starfsfólki sjúkrahússinss. Stúlkan er þó nú á batavegi og má sjá myndir af henni á blogginu hjá Salvöru systur mömmu

http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/220976/#comments

Endilega kíkið á þessa ofur sætu stúlku :D

Svo langaði mig að biðjast fyrirgefningar á lélegu sambandi sem ég hef haldið núna síðustu viku. Upphaflega var ég búin að plana að hitta hinn og þennan þessa viku þ.s. ég er núna að flytja vestur (þó bara í sumar en samt) en vegna veikinda systur minnar hefur öllum mínum tíma sem ekki hefur farið í að vinna verið eytt við hlið móður minnar á Landspítalanum, hvort sem á sængurkvennadeild eða á vökudeild. Fyrirgefið mér :(

bið að heilsa í bili, þarf að pakka því ég er að flytja og fara að vinna í kv. klukkan 5 (best að byrja :D )

kv. Ásta Björg

Engin ummæli: