mánudagur, apríl 30, 2007

Fátækur námsmaður

Ég er það sem segja má vera fátækur námsmaður. Ég á sjaldnast pening fyrir mat, enda matur luxury sem ekki allir hafa ráð á. Í kvöld borðaði ég kjúklinganúðlur úr bónus (18.kr) og egg (man ekki hvað tylft af eggjum kostar og get því ekki reiknað hvað 1 egg kostaði). Ekki get ég sagt að þetta hafi verið næringarrík máltíð en þó eitthvað til að fylla magann. Hver segir að maður geti ekki fengið matarmikla máltíð fyrir undir 70 krónum..?? hmmm


Allavega.. prófin nálgast eins og reiður flóðhestur (semí hratt og örugglega) svo ég þarf víst að taka mig til og læra fyrir þau.


Annars bið ég bara að heilsa í bili og vóóó hvað ég er ekki að trúa því að síðasti SÍÐASTI OC þátturinn sé næsta laugardag.. :s


kv. Ásta ríka..!


Engin ummæli: