Loksins kom jólasnjórinn.. ekkert smá sátt með það :D Við Arnar biðum ekki boðanna og skunduðum út og bjuggum til snjókarl, réttara sagt snjóbangsa.. :D Hann var alveg rosalega sætur.. Og magnað hvað það er gaman að leika sér úti, afhverju gerir maður það ekki oftar :S
Jæja, í gær fór ég í Smáralind með Steinunni og Arnari í leit að gallabuxum.. það gekk ekki sem skyldi.. ákvað í staðinn að fara í allsherjar átak, borða mat á matartíma, fara í ræktina (svona fyrst maður á kort á annað borð..) o.s.frv.
En ég ætla að setja inn myndir af snjóbangsanum Höggsí (Hugsy) :D
"Close-up"
Högsí og skapararnir
kv. Ásta snjóbolti..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli