þriðjudagur, desember 05, 2006

trallalla úoú, trallalla úoú..

jáh, ég er í prófum núna. Fer í það fyrsta a morgun. Það ku vera þroskasálfræði en fagið er 4 einingar svo það er eins gott að standa sig. Nú skildi maður spyrja, tjah hvað ertu þá að gera með að eyða tímanum í að skrifa hér? Jáh það skal ég þér segia lesandi góður. Þannig er mál með vexti að ég var að læra til um 2 sl. nótt. Ég vaknaði 7:45 í morgun og var komin á bókhlöðuna klukkan 8:15. Er búin að sitja þar síðan. En núna finn ég alveg rosalega fyrir þreytunni. Auðvitað hefði ég átt að fara að sofa í gær MIKLU fyrr en ég var bara í svo miklu stuði. Átti ég að láta læri stuðið til hliðar og fara að sofa? kannski.. Kohlberg spurði börnin svipaðrar spurninga. Hér er ein sem gaman er að pæla aðeins í.

Evrópsk kona þjáðist af sjaldgæfu krabbameini og beið þess að eins deyja. Læknar vissu aðeins um eitt lyf sem væri til sem gæti bjargað henni frá því að deyja en var mjög dýrt í framleiðslu. Lyfjafræðingur í bænum framleiddi lyfið en hann verðlagði lyfið mjög hátt, 2000$, sem var tífalt kostaðarverð, fyrir lítinn skammt sem gæti bjargað mannslífi. Eiginmaður konunnar, Heinz, fékk eins mikið lánað og hann gat, 1000$, sem var aðeins helmingurinn og dugði því ekki. Hann fór til lyfjafræðingsins og sagði honum að kona sín væri dauðvona og bað hann um að selja sér lyfið fyrir lægra verð. En hann svaraði: „Nei ég fann þetta lyf upp og ætla hagnast af því“. Heinz fór þá að örvænta um konu sína og braust inn í búðina hjá lyfjafræðingnum til þess að stela lyfinu svo að hann gæti bjargað konu sinni frá því að deyja. Átti Heinz að brjótast inn?

Jáh, hvað finnst ykkur. Ég get svo greint út frá svörum ykkar af textanum hér að ofan hver siðferðislega rökhugsun ykkar er..

Tja. þroskasálfræðin er alls ekki leiðinleg.. ég er bara þreytt..

Á laugardaginn fór ég svo í leikhús með Ágústi og Ingu Maríu. Við skelltum okkur á Footloos.. og jáh, sýningin var s.s. ágæt en ekkert til að hrópa húrra fyrir. Söngurinn var falskur, hljóðsetningin léleg en það sam bjargaði henni svona í lokin var Jóhann Sigurðsson í hlutverki prestsins og það að leikendur höfðu gaman af því sem þeir voru að gera.

Mamma var líka hérna um helgina.. þurfti að fara á fund og nýtti tímann í að versla jólagjafirnar.. þó ég hefði akkurat engan tíma til að vera með henni fannst mér alveg rosa leiðinlegt þegar hún fór.. Ég held nú barasta að ég sé komin með leið á því að búa svona rosa langt að heiman. Hefði voða lítið á móti því að geta farið heim allavega einu sinni í viku (ef það væri ekki svona mikið vesen). Kannski er þetta prófstressið að tala.. vil bara hafa mömmu á meðan ég er í prófum.. samt sem áður þá er ég búin að búa að heiman í 2 1/2 ár sem er nú alveg slatti.. ha..

en já.. ég ætla að halda áfram´.. ég er allavega meira vakandi núna en ég var áðan..

kv. Ásta Björg

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gangi þér vel á morgun skvís...
ég stefni á jólahreingerningu ;)