EN annars er allt voða gott að frétta af mér. Er að leggja lokahönd á heimasíðu sem við þurftur að gera frá byrjun í upplýsingatækni í skólanum. Hún er orðin rosa flott, en hérna er linkur á hana Ég er allavega nokkuð sátt með hana.
Núna fara prófin að byrja eins og áður sagði. Ég fer í mitt fyrsta próf miðvikudaginn 6. des, en til gamans má geta að hún Guðbjörg sæta verður einmitt búin þá í prófunu.
Annars langaði mig bara að koma á framfæri að þó þú sért á jeppa þá þýðir það EKKI að þú átt götuna, jáh, eða göturnar! Það hefur allt og oft komið fyrir að jeppi er að keyra við hliðina á mér og sveigir svo bara fyrir mig allt í einu svo ég þurfi að NAUÐhemla! Um daginn var svo jeppi við hliðina á mér í beyju (við vorum að beyja í sömu átt) Hann var btw með kerru og á innribeyjunni, ég á ytri. Allt í einu ákveður minn að það sé bara betra að vera á yfti akgreininni svo ég þarf bara að gjörasvo vel að nauðhemla, renna í hálkunni og út í snjó eða keyra í hliðina á bílnum!! Ég ákvað að renna út í snjó. Minni skaði :S EN já, svo leggja þessi kvikindi alltaf í tvö stæði þar sem nánast engin stæði eru fyrir o.s.frv. Þoli ekki svona. Sýnarmennskubrjálæði að eiga RIISA jeppa til daglegra nota í Reykjavík, segi ekki annað.
En núna er komin tími til að fara að læra meira.. læri læri lær..
kv. úr blautu borginni (hættir bara ekki að rigna!)
Ásta Björg

umm.. mig langar að vera þarna.. :D (mallorca í sumar..)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli