Ég er stött í upplýsingatækni núna í augnablikinu. Við erum að læra á PowerPoint. Hvenær gerði ég mína fyrstu PP kynningu? tja, allavega fyrir 5 árum síðan ef ekki fyrr! Til hvers er ég hér? Ég bara hreinlega veit það ekki!
Lífið gengur annars bara sinn vana gang. Maður lærir öll kvöld. Vinnur alla daga og stundar skólann eins og brjálaður sé! Í næstu viku verða þó svokallaðar skólaheimsóknir. Ansi spennandi ;) hlakka mikið til og þó, kvíðinn segir líka til sín. Það er svo langt síðan ég var í Grunnskóla að ég man ekki hvernig þeir eru né heldur hvernig andinn er og svo má ekki gleyma því að ég var nemandi þegar ég fór síðast. Núna verð ég í allt öðru hlutverki.
Mig dreymir um nýjan bíl. Mér finnst hann tesi minn (sem er bílinn minn, heitir fullu nafni Sókrates enda bráðgáfaður) rosa fínn. Hann er bara að verða 10 ára. Kannski mun hann eiga langan lífaldur. Það er vonandi þar sem maður er fátækur, MJÖG svo fátækur, nemi. En draumar skaða engann, er það? Ég er búin að vera aðeins á bílnum sem Hannes er með. 2006 Yaris. Ansi skemmtilegur bíll. Sparneytin, lipur og mjögsvo þægilegur og hljóðlátur. Minn bíll er reyndar líka sparneytinn, getur verið lipur og þægilegur en ekki hljóðlátur.. neeei.. en hvað um það. Mér þykir vænt um hann, hann hefur sál. Jáh, héðan í frá ætla ég að hugsa þannig að hann Tesi minn sé nýr. Hann er nýr og fallegur, hreinn og hljóðlátur. Jáh, hugurinn ber mann hálfa leið..
en jæja, ég hef s.s. ekkert annað að gera núna en að skrifa hér þ.s. PP kennslan er alls ekki spennandi. Ég ætla að falla í hópinn hjá nemendunum í kringum mig og detta inn í einhvern skemmtilegan leik á meðan ég er hérna.
bið bara að heilsa í bili
kv. Ásta Björg
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæpæ...ég er bara búin að vera á hótel Mamma þessa vikuna...lasin! Samt bara búið að vera kósí í náttfötum og að horfa á Prison Break...alveg húkt. Sjaumst nú eitthvað um helgina...
Kv. Sunna í Bítlabænum
Skrifa ummæli