Helgin var rosa fín.. föstudagskvöldið var ég í afmæli hjá litlu systur minni henni Ingu Maríu. En hún er orðin 9 ára gömul. Laugardagskvöldið var ég í afmæli hjá Laufeyju, konunar hans pabba, en hún var að halda uppá fertugsafmælið. Svo á sunnudeginum var ég að læra í stærfræði.
Afmælið hjá Ingu var ferlega skemmtilegt. Allt fullt af vanþakklátum stelpuskjátum, en þrátt fyrir það var ágætt. Gaman að hitta þau.
Afmælið hjá Laufey var æði. Fullt af fólki, góður matur og skemmtileg skemmtuatriði. Fullt af ræðum (ég fór að skæla í nokkrum :S )Og góður andi yfir fólkinu. Salurinn var rosalega fallegur en hann var í Kirkjunni KEFAS við vatnsenda. Rosalega fallegt bæjarstæði/kirkustæði ef það má segja svo. (tók myndir af afmælisbarninu en finn svo ekki snúruna til að hlaða þeim inn, kem með þær við fyrsta tækifæri).
Stærfræðin mín var líka svo sem ágæt. Ótrúlegt hvað ég verð stolt þegar ég er búin að læra í stærfræði af því að hún hefur aldrei verið mín sterka grein. Núna ætla ég að halda áfram með það sem frá var horfið í gær.
já, áorkaði það að horfa á Terminator 1 í gær. Mér fannst hún, tjah, kjánaleg. Hún var ljót á köflum en söguþráðurinn var kjánalegur. Hvað sem því líður ætla ég samt að horfra á Terminator 2 og 3. Spennó hvernig hann lifnar við aftur af því að hann var í klessu.. (geri fastlega ráð fyrir því að alltir séu búnir að sjá myndina).
En ég bið að heilsa í bili
kv. ásta björg
mánudagur, september 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli