mánudagur, maí 15, 2006

sumar og sól og venjulegur ís..

Góðan dag, góðan dag...

Ég er búin að vera á þöönum í allan dag að redda þessari blessuðu umsókn minni í kennarahákólann, Afhverju er það alltaf þannig að þegar maður ætlar að gera hlutina tímanlega gerir maður þá allt allt aaaaalllt of seint! :/ já, mér er spurn..! Enívei þá lítur þetta út fyrir að vera að takast hjá mér, ég reyndar komst að því í dag að ég er bara með 2. stig í tónfræði en ekki 4. eins og ég hélt svo að ég verð bara að gjöra svo vel að fara að læra.. til að geta komist í kennaraháskólann í tónmetnnakennarann en hva, rumpar maður því ekki bara af.. ?

Annars er bara allt gott að frétta, Arnar búinn í prófunum svo að stressið á mínu heimili er búið í bili.. og svo stelpurnar Adda og Regína farnar í heimsreisu.. ótrúlega skemmtilegt.

En svo verð ég að segja eitt, Núna er ég búin að vera að vinna í söluskála sem selur einnig ís og er eiginlega meira að gera í honum en öðru sem hann hefur uppá að bjóða. Svo þegar fólk kemur og ætlar að fá ís þá spyr ég, "já má bjóða þér hvítan, bleikan eða blandaðan, hvítan og bleikan" (af því að það er seldur bæði vanillu og jarðaberja ís) og fólk svarar "uh, bara venjulegan" já ókey, þá geri ég ráð fyrir að venjulegur sé hvítur.. og svo, "hvaða stærð" - "uh. bara venjulega". Og þá geri ég ráð fyrir að það sé barnastærð, og að lokum er fólk er með ís með dýfu þá spyr ég "hvernig dýfu má bjóða þér" (af því að þær eru þrjár sem hægt er að velja um) og að lokum segir fólk "bara venjulega" og ég geri náttúrulega bara ráð fyrir að það sé dökk súkkulaðidýfa..

Hvað er málið, venjulegt.. Hvað er venjulegt. Afhverju segir fólk bara ekki hvítan þegar ég spyr, hvítan, bleikan eða blandaðan? Og svo verður fólk pirrað þegar ég geri ekki bara venjulegan ís í venjulegri stærð með venjulegri dýfu og er að eyða tímanum í að spyrja að svona vitleysu eins og þessari.. - oh jæja bara leiðinleg vangavelta sem ég hugsa alltaf um þegar þetta kemur upp.

Núna ætla ég þó að fara að snúa mér að öðrum verkefnum..

ég kveð þá bara í bili,

sumar og sólríkar kveðjur úr borginni

Ásta Björg

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara venjulegan takk..... fólk er ekki vant svona breytingum það er allt og mikið fyrir það... þessi gamli góði venjulegi er alltaf bestur :)

Nafnlaus sagði...

You have an outstanding good and well structured site. I enjoyed browsing through it
» »