Góðan og blessaðan daginn..
Ég verð nú að viðurkenna það að ég er nú ekki duglegust við að signa mig inn og byrja að skrifa.. en núna varð ég eiginlega að gera eitthvað. Það er allavega komið á hreint að ég er að koma vestur núna á miðvikudaginn 12 og fer heim á laugardeginum fyrir páska því að ég er að fara að vinna um kvöldið. já, þó það er stutt þá er maður allavega að koma, og ég skal segja ykkur það að ég hlakka ótrúlega mikið til :D
En allavega. Ég er bara að vinna á leikskóla eins og flestir ættu að vita og er jafnvel að hugsa um að breyta til og fara í Kennaraháskólann í haust. Já ýmislegt í gangi hérna. Ég er reyndar búin að segja upp í Rebba, sjoppunni sem ég er að vinna í og hætti þar 1 júní. Svo er 2ggja vikna sumarfrí í júlí á launum (elska svoleiðis) og þá gerir maður e-ð skemmtilegt :D
En núna ætla ég að segja bless í bili. Er að passa litlu systur mína hana Ingu Maríu og ætla ekki að hanga í tölvunni endalaust.
kær kveðja
Ásta Björg Björgvinsdóttir
sunnudagur, apríl 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Very nice site!
»
Skrifa ummæli