Annars finnst mér ég ekkert breytt þó ég sé orðin 20 ára. Fékk fullt af alveg yndislegum kveðjum og fallegum gjöfum, svo kom það fyrir að ég fæ að versla gafirnar mínar í Lundúnum.. fer á morgun játs :D:D:D aha aha újé.. :D

Jakkinn sem arnar gaf mér í jólagjöf.. :D
Já Annars er ósköp lítið að frétta.. er bara búin að hafa það voða gott og núna er bara Lundúnir á morgun og svo skólinn á mánudaginn.. allt á enda.. langar svo að fara að soofa, Vaknaði í Ræktina í morgun eldhress alveg en núna er spriklið farið að segja til sín. Svo byrjaði árið svolítið skringilega því að ég læstist inni í herberginu mínu. Í fjórann og hálfan tíma! Altso læstist ekki heldur bilaði bara hurðin og hún vildi ekki opnast. Hurðahúnninn vildi ekki hreyfast og ég varð bara að bíða. mamma var í Keflavík og það var slökkt á símanum hans arnars. Svo kom mamma um eittleytið (var læst frá 10) en hún gat ekki opnað, þá panikkaði ég því ég hélt alltaf að það væri hægt að opna framanfrá :S og jújú, stúlkan er með huges innilokunarkennd þannig að ég var farin að sjálfa og hristast. Svo þegar klukkan var að verða tvö um nótt hafði mamma hringt í bróður sinn hann kúdda til að hjálpa henni að opna. Það tókst á endanum og ég komst út.. jibbí svo að núna er ég frjáls. En núna er ég orðin of þreytt og á mikið eftir að gera varðandi ferðina annarsvegar og svo skólann hinsvegar svo það er kominn tími á að ég fari að haska mér í það
Njótiði vel og takk fyrir mig..
kv. ásta björg..
ps. endilega skoðið myndinrar og svo gsm bloggið
2 ummæli:
Sæl Ásta, gleðilegt ár og hjartanlega til hamingju með afmælið. Fall er fararheill, svona smá uppákomur eins og þessi með hurðina er nú aðeins til að styrkja þig í trúnni á sjálfa þig.
This is very interesting site... »
Skrifa ummæli