miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Úríll og ósofin..

Það er reyndar ekki alveg satt, því að ég var aaaðeins og lengi í rúminu í morgun! Þannig er nú mál með vexti að ég hafði planað að vakna snemma.. SNEEEMMMA!! En nei, þegar kom að því að vakna var verið að bora með steypuborgvél eða e-ð á neðrihæðinni út af leka sem kom í ljós fyrir nokkru dögum. Þetta var svo hátt að mér fannst eins og það væri að bora í svefnherberginu! Gólfið hristist og þetta var ólýsanlegur hávaði svona í morgunsárið! Þar sem ég læri alltaf heima á daginn af því að þar líður mér best fór ég ekki í skólann en þessi hávaði var að hætta, fari það kolað!

Já, annars er það bókhald og greining ársreikninga sem á allann minn hug núna.. öss, ég er farin að skilja afhverju ég skipti yfir af viðskiptabraut í denn! Þó svo að verslunarrétturinn hafi verið alveg ferlega skemmtilegur og fræðandi þá var bara meira af bókhaldi OG ég og bókhald eigum bara einfaldlega ekki saman, fyrirgefði Agnes ;)

Tja, fyrir utan Bókhaldið sem á hug minn allan þá verð ég að gefa jólunum smá pláss í hugarheimi mínum..! Ég hlakka svo til jólanna að það er alveg ólýsanlegt. Búin að plana að það verður sko spilað og svo jú hann bróðir hans pápa míns að koma til landsins með konu sína og fósturdóttur :) Hef ekki hitt manninn í 10 ár eða meira :s Svo að jólum loknum er það bara London beibí..! Já við Arnar ætlum að skella okkur í smá frí til Lundúna. Gista á frábæru hóteli í 5 mín göngufjarlægt frá Buckingham Palace svo að við Elísabeth verðum örugglega orðnar góðar vinkonur að dvöl minni lokinni :p

Svo hvet ég ykkur kæru (en fáu) lesendur að kíkja líka á heimasíðu okkar Bertu og Arndísar, aldrei að vita nema eitthvað skemmtilegt komi þar inn.

Kveð þá bara í bili, og snú mér aðeins að bókhaldinu áður en nágrannar byrja..
kv. ásta björg

ps. allir að koma í elko fyrir jólin, stúlkan er að fara að vinna þar í jólafríinu (auðvitað líka á Rebba - komið til að fá ís og sælgæti/skógæti)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maðurinn sem býr á hæðinni fyrir ofan mig er smiður og hann er alltaf einhvað að bora og negla.... það hljóta að vera kominn göt á alla veggi hjá honum miða við hvað hann þarf alltaf að vera að bora eða negla... Gangi þér vel í prófunum og öllu.... tututu... hehe :)

Nafnlaus sagði...

vá ég var geðveikt lengi að fattta "skógæti" .. en kíktu á chica, búnað svara þér :p