þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Gömlu góðu dagarnir..

Hver man ekki eftir því þegar maður flýtti sér heim úr skólanum til að spila leikinn í nintendo eða sega! Ég var nintendo stelpa en átti samt bara nokkra leiki, m.a. leikinn um draumaskrákinn nemo og super mario bros 1 og 3.

Nemo var samt uppáhaldið mitt. Ég var í honum daginn út og inn. Núna er ég komin í hann aftur, eftir margra ára hlé eða síðan Nintendi tölvan mín hætti að virka. Sumir gætu haldið því fram að ég væri í svokallaðri bakrás eins og Guðbjartur kenndi okkur forðum en svo er ekki. Eftir mikla leit fundum við Arnar þennan leik á netinu. (aðallega Arnar samt..!) (okey bara arnar). Núna er ég búin að leika mér í þessum svolíka skemmtilega leik um Little Nemo - The Dream Master. Ég fór í hann full sjálfsöryggis og full tilhlökkunar een svo kom í ljós að ég get ekkert! ég varð Game over í fyrsta borði, sem gerðist aldrei þegar ég var lítil, og svo aftur í örðu borði!

Núna er þetta orðið að markmiði. Að klára þennan leik í eitt skiptið fyrir öll. Allavega að komast yfir fyrstu 2 borðin..! Verst að maður er víst í, eins og sumir vilja segja, krefjandi námi sem tekir allan tímann svo að ég veit að það á eftir að taka tíma að fullnægja þessari svo og skyndilegu leikjaþörf vegna anna. En ég læt ekki bugast. Ég ætla að geta sýnt fram á það að ég get orðið jafn góð og ég var.. Þetta verður comeback aldarinnar! - má láta sig dreyma :s

Núna er víst komið að hléi í þessu leikjastússi og komið að ritgerðinni minni..! Skemmtið ykkur vel í Nemo :D

Engin ummæli: