Ég leit yfir bekkinn minn í morgun og komst að því að það hefur fækkað ansi mikið í honum. Fyrst var svo mikið af fólki að þegar maður mætti of seint þá var maður í vandræðum með að fá sæti. Ég mætti og seint í morgun og var farin að kvíða fyrir að þurfa að troðast til að fá eitthvað eitt laust sæti en nei, það var alveg fuuulllt af lausum sætum, það voru eiginlega fleiri laus sæti heldur en upptekin sæti. Svolítið fyndið. Það eru greinilega fleiri en ég sem byrjuðu full fyrirheita en hafa svo gefist upp einhverntíma á leiðinni. Og svo eru líka örugglega einhvernjir sem sváfu bara yfir sig eða eru að klára ritgerðina sem skila átti í dag..
EN já, komið að lærdómi.. skrifa meira síðar, þegar það er eitthvað að skrifa um..
kv. asta bj
mánudagur, nóvember 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli