fimmtudagur, október 13, 2005

nágrannar

Ég var búin að heita því að horfa aldrei aftur á nágranna af því að Boyd og Serena kysstust eeeennnnn ég get það ekki.. ég get ekki hætt. Alltaf klukkan 12:20 fæ ég fiðring, nágrannar eru að fara að byrja. Afhverju lifir maður sig svona inní sjónvarpsþætti. Það er eins og einstaklingar séu orðnir vinir manns. Maður sé farinn að þekkja þá.

Þættirnir Friends eru til dæmis mjög gott dæmi um sjónvarpsþætti sem maður er farinn að lifa sig inní. Það líður ekki sá dagur án þess að ég notu frasa úr vinum í hinu daglega lífi. Nýjasta er að vera Bismó.. Þegar Joey hélt að það væri ótrúlega góð gagnrýni að vera bismó - svaðalegur eins og það er textað. Eða hið fræga Monicu I KNOW....

Ég lifi og hrærist í þessu. Meira að segja orðið svo slæmt að ég horfi reglulega á leiðarljós, en þá aldrei á bold an the beautifull. One tree hill og O.C eru núna í miklu uppáhaldi eeenn vinir eiga samt alltaf vinninginn. Ég á líka allar seríurnar í Friends á DVD en núna er ég byrjuð að safna Sex in the City.. Snilldarþættir alveg.

Fjúhff.. tíminn, klukkan er 12:20.. nááágrannar..

kv ásta aka bismó..

Engin ummæli: