þriðjudagur, september 06, 2005

heim á leið

Systir hennar ömmu minnar hún Guðrún - Rúna frænka lést í gær. Blessuð sé minning hennar. Hún var alveg frábær kona og hennar verður sárst saknað. Ég á eftir að sakna hennar.

Annars er ég að koma heim á fimmtudaginn. Heim á hanhól og ég hlakka alveg brjálað til. Ég er bara í skólanum núna í bókfærslu (hver hefði getað látið sér detta það í hug að maður þyrfti að læra bókfærslu í Lögræði) og á tímum sem þessum vildi ég óska að ég hefði lagt meira á mig við að læra bókfærsluna hjá henni Agnesi. Ekki nóg með það að ég kann ekki neitt og mann ekki neitt frá henni Agnesi í bókó heldur er þetta margfalt hraðari yfirferð og bæði námefnið og dæmin á ensku, og á tímum sem þessum vildi ég einnig að ég hefði lært meira hjá henni Ingibjörgu enskukennara.

Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu (því miður aðeinst of seint) að það er mikilvægt að læra í framhaldskóla/menntaskóla. Ekki nóg að slóra og ná, sama hversu fáránlegt fag þetta er og sama þó maður hugsði að maður ætlar ekki að læra í framtíðinni neitt líkt því sem maður er að gera í það og það skipti þá á samt að leggja mikla áherslu á hlutina og gerða þá vel. Ég meina, ég er búin að vera nokkuð lengi ákveðin í því að fara í lögfræði en ekki hafði ég hugmynd um að bókfærslan hjá Agnesi (sem var þónokkuð létt en samt tókst mér að klúðra henni)myndi nýta mér í mínu námi!

Annars er voða lítið að frétta, er bara búin að vera að vinna og vera með hálsbólgu en samt er ég búin að vera að vinna og í skóla.

Bið að heilsa í bili. Ætla að halda áfram að svekkja mig á því að ég lærði ekki meira en ég gerði í bókó í fyrró hjá Agnesíó..

Engin ummæli: