fimmtudagur, júlí 28, 2005

Aftur flutt..

Jæja, þá er ég aftur flutt. Er núna byrjuð að búa í bílskúrnum hjá Hannesi, allavega þangað til að ég fer út. Eftir það fer ég inn til Hannesar. Þetta er mjög fínt og mér líður mjög vel þarna hjá honum. Sem betur fer er ég samt að vinna svolítið mikið svo að ég þarf ekki að hugsa um að elda mat eða annað slíkt.

Hannes bauð okkur Arnarí út að borða á þriðjudaginn sl. á Café Operu. Það var alveg voða fínn matur, eg borðaði allavega á mig gat. Jón Einar sem býr í húsinu hjá Hannesi og Kolbrún Bergþórsdóttir fóru með. Eftir matinn var svo bara farið heim og hlustað á tónlist og spjallað. Alveg ferlega skemmtilegt kvöld :)

Í kvöld var mér svo boðið á frumsýningu Kabarett sem Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrir en ég er að vinna svo að ég kemst því miður ekki. Annars er stefnan bara tekinn á suðurlandið um verslunarmannahelgina. Ætla bara að taka því rólega á föstudaginn og fram á laugardag en þá að rúnta e-ð um suðurlandið. Ekkert ákveðið.

Ég get ekki beðið eftir að fara út og að byrja í skólanum. Mér finnst það algjört æði að ég sé að fara að byrja í skólanum, frábært alveg, en núna ætla ég bara að heilsa í bili..

kv. Ásta Björg Björgvinsdóttir

Engin ummæli: