föstudagur, júní 03, 2005

Ég Komst inn í HR :D

vá, þetta er bara alveg að smella, ég datt inn í vinnuna.. og mér gengur bara rosa vel, ég er líka að skoða ferðir til útlanda og það gengur rosa vel líka.. er bara alveg NÆSTUM búin að panta í 2 vikur í lok ágúst.. næstum :)víí

Svo bara já, fríhelgi.. langþráð og það á sko að taka því rólega.. er áleiðinni að kaupa mér bíl (þurfti að fara að heiman 20 mín yfir 7 í morgun en átti ekki að mæta í vinnuna fyrr en klukkan 8:20 svo að það fór klukkutími í það.. er ekki að nenna því svo að ég ætla að láta slag standa og kaupa mér bíl. Ég er svo hamingjusöm að vera loksins búin að ákveða þetta að ér er alveg að springa :D

Svo er það aðalmálið. Ég komst inn í HR.. og ég er að springa úr stolti :D Ég svíf á skýji. Þrátt fyrir það er ég alls ekki viss hvort ég vilji fara þangað, En ég er samt mjög ánægð með að hafa komist inn í lögfræðina

kannski, eftir 5 ár, verð ég lögfræðingur.. að hugsa sér, aðeins 24 ára að mennt.. það eru nú sumir á þeim aldri ekki einu sinni komnir með stúdentspróf. Það er bara aldrei að vita. Ég er þó ekki byrjuð svo að þetta kemur bara allt í ljós.

Bið bara að heilsa núna í bili, svíf inn í helgarfríið :D

Engin ummæli: