Ég er bara búin að vera ein alla helgina. Kallinn minn fór til Eskifjarðar í gær að spila á balli og kom í morgun en stoppaði stutt því að hann var farinn aftur til Ísafjarðar í dag og kemur í kvöld þegar ég verð farin að vinna. Mig langaði svooo með til Ísafjarðar. Bara til að skreppa og hitta alla þó það væri bara í 6 tíma eða e-ð.
Til að stytta mér stundir í gær (sem hefðu átt að fara í að læra fyrir próf) fór ég á myndlistarsýningu FG þar sem Begga var að sýna lokaverkefnið sitt. Það var mjög flott. Dominiuq vinkona hennar var líka að sýna og var með tvær myndir af mér í sínu lokaverkefni. Ég fæ meira að segja að eiga aðra myndina :) Svo fór ég til Hóffíar frænku í vöfflur og var aðeins með systrum mínum. Í dag vaknaði ég bara og fór á flugvöllinn rétt til að hitta kallinn (því að ég saknaði hans svoooo) og er núna bara fyrir framan tölvuna í náttfötunum. æði :s
Ég er svo að fara að vinna eftir klukkutíma. Þyrfti eiginlega að læra en ég get ekki beðið um frí svona seint (datt það ekki í hug fyrr en í dag).
Jæja, ég er þá búin að segja ykkur smá frá mér. Ég ætla að reyna að fara vestur í sumar, ef ég fæ frí eina helgi í júní. Annars er það bara komið.
sunnudagur, maí 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæj ... þú verður nú að láta sjá þig hérna á fjörðunum í sumar honey :)
Ég kem kannski suður til þín í haust ;) hehe ... aldrei að vita! Er að skoða þetta
Komdu vestur Ásta, komdu vestur :)
ætla að reyna að koma vestur í heimsókn 25 júní.. en það er í svkoðun af því að ég er ekki búin að fá frí í vinnunni
You have an outstanding good and well structured site. I enjoyed browsing through it » » »
Skrifa ummæli